Árekstrarvörn Hvít -Skuggamynd fálki

1.000 kr.

Skuggamynd af fálka varnar því að smáfuglar fljúgi á rúður.

Vænghaf: 25 cm.

Á lager

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Til að varna því að fuglar fljúgi á rúður og drepist eða slasast höfum við látið útbúa skuggamynd af fálka til að líma á rúður.

Árekstrarvörn – Hvít  Skuggamynd fálki

Algengust eru þessi slys vor og haust og fórnarlömbin oftast skógarþrestir. Þó eiga þúfutittlingar, maríuerlur, silkitoppur og hrossagaukar það einnig til að fljúga á. Útlínur fálkans fær fuglana til að breyta flugstefnu sinni og forða þeim þannig frá árekstri við gluggana. Vænghaf: 25 cm

Athugið að til að árekstrarvörnin virkar eins og vera ber þá skal líma hana á rúðuna utanverða. Það er nær alltaf tvöfalt gler í íslenskum húsum og ef að skuggamyndin er límd á innanverðri rúðu þá hverfur hún í speglun utanverðu rúðunnar. Ástæðan fyrir áflugi á rúður er að landslag speglast í þeim og fuglarnir telja þetta vera greiða leið. Búmm og rúðudauði.

Einnig er hægt að strika lóðréttar línur á utanverðri rúðu með vatnsheldum tússlit. Gott er að hafa 5-10cm á milli lína. Í stað þess að strika með tússliti er hægt að útbúa eða kaupa gluggahengi sem hengd eru úti á rúðunni. Slík hengi eru köluð acopian bird savers og hér er ágætt myndband um slíkt. 

Hér er góð norsk grein um áflug fugla á rúður

Hér eru góð ráð til að koma í veg fyrir áflug á heimsíðu The Humane Society of the United States

Frekari upplýsingar

Þyngd 5 g
Ummál 25 × 12 cm