Translation is in process, here in Icelandic in the meantime

Persónuverndarstefna Fuglaverndar

Með þessari persónuverndarstefnu greinir Fuglavernd, kt. 500770-0159, frá því með hvaða hætti staðið er að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um félagsmenn og einstaklinga sem heimsækja vef félagsins, www.fuglavernd.is, hvort sem persónuupplýsingar eru geymdar rafrænt, á pappír eða með öðrum hætti. Fuglavernd vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma.

Hvaða persónuupplýsingum er safnað og í hvaða tilgangi?

Fuglavernd er með félagatal og í því er haldið utan um: nafn félagsmanns, kennitölu, heimilisfang, póstfang og netfang. Í lögum félagsins kveður á um ákveðnar skyldur stjórnar félagsins við félaga þess og er félagatal grunnforsenda þess að uppfylla megi þau ákvæði. Sjá lög félagsins: https://fuglavernd.is/um-fuglavernd/log/

Staðfesting á félagsaðild

Félagi staðfestir félagsaðild sína með greiðslu árgjalds í félagið. Með greiðslu árgjalds veitir félagi upplýst samþykki sitt fyrir skráningu í félagatal.
Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu Fuglavernd safnar og vinnur persónuupplýsingar byggt á eftirfarandi heimildum:

  • Til að uppfylla lagaskyldu
  • Til að vernda brýna hagsmuni félagsmanna
  • Til að vernda brýna hagsmuni félagsins

Þessar aðgerðir eru nauðsynlegar fyrir starfsemi félagsins.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar um þig?

Fuglavernd geymir persónuupplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla tilgang vinnslunnar.

Miðlun persónuupplýsinga

Fuglavernd nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru ætlaðar að gegna í upphafi. Fuglavernd miðlar einungis persónuupplýsingum til þriðja aðila til að vernda hagsmuni félagsmanna og getur þá verið um að ræða þjónustuveitanda, umboðsmann eða verktaka, sem ráðinn er af Fuglavernd til þess að vinna fyrirfram ákveðna vinnu. Í slíkum tilfellum gerir félagið vinnslusamning við viðkomandi aðila. Fuglavernd mun aldrei selja eða leigja persónuupplýsingar um félagsmenn.

Öryggi gagna

Fuglavernd leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. Félagið tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.

Persónuupplýsingar á vef Fuglaverndar

Vefur Fuglaverndar notar SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti og gagnaflutningur er öruggari vegna dulritunar. Vefur Fuglaverndar notar vafrakökur* til að greina umferð um vefinn og til þess að bera kennsl á þá notendur sem koma oft á vefinn. Notendur vefsins geta stillt sína eigin vafra þannig að þeir láti vita af vafrakökum eða hafni þeim með öllu.

Til að mæla umferð um vefinn notum við Google Analytics vefgreiningartólið. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefsíðu Fuglaverndar og þróun hans. Engum frekari upplýsingum er safnað og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Viðskiptavinir í vefverslun Fuglaverndar láta í té nauðsynlegar upplýsingar til þess t.d. að afhenda megi vörur sem verslaðar eru með póstsendingum. Öðrum persónuupplýsingum um viðskiptavini vefverslunar Fuglaverndar er ekki safnað né eru þær skráðar.

* vafrakökur (e.cookies) – sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina. Sjá nánar upplýsingar um cookies hér http://www.allaboutcookies.org/

Persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum

Þær persónuupplýsingar sem félagsmenn, utanfélagsmenn og aðrir deila með Fuglavernd á samfélagsmiðlum, t.d. Facebooksíðu Fuglaverndar, í hópum á Facebook, Twitter, LinkedIn, YouTube og Flickr, teljast opinberar upplýsingar og ekki á forræði Fuglaverndar né ber Fuglavernd ábyrgð á notkun eða birtingu þeirra. Ef þú vilt ekki deila þínum persónuupplýsingum með öðrum notendum eða veitanda samfélagsmiðlaþjónustu Fuglaverndar skaltu ekki deila upplýsingum á samfélagsmiðlum okkar. Færslur þínar á samfélagsmiðlum okkar eru á þína ábyrgð.

Endurskoðun persónuverndarstefnu

Stjórn félagsins skal endurskoða persónuverndarstefnu félagsins eins og ástæða þykir til. Félagið áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er en ný útgáfa skal auðkennd með útgáfudegi. Persónuverndarstefnan er birt á vef félagsins; www.fuglavernd.is.

Persónuverndarstefna samþykkt 1. Desember 2019

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um málefni sem snúa að þínum persónuupplýsingum þá bendum við þér á að hafa samband við skrifstofu félagsins, netfangið er: fuglavernd@fuglavernd.is.

Fuglavernd
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 562 0477

 

Safeguarding Policy

Fuglavernd recognises that everyone has the right to protection from harm, abuse, exploitation and harassment.  Fuglavernd warrants that it will take all reasonable action to safeguard and protect from harm, abuse, exploitation and harassment anyone who is involved with, or comes into contact with, its operations. 

Fuglavernd shall implement due diligence procedures for its own suppliers, subcontractors and other participants in its supply chain, to minimise as far as is reasonably possible the risk of harm, abuse, exploitation and harassment occurring in its supply chain.