Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Fuglaljósmyndun – Ljósmyndanámskeið

1. júní - 3. júní

39.000krónur

Fuglavernd heldur ljósmyndanámskeið dagana 1. – 3. júní 2018. Námskeiðið er í þremur hlutum: inngangur, vettvangsferð og eftirvinnsla ljósmynda í Lightroom. Leiðbeinendur: Jóhann Óli Hilmarsson, Sindri Skúlason og Chris Vibe Lund.

Fullt verð eru 39.000 kr. en 35.000 kr. fyrir félagsmenn Fuglaverndar.  Veldu félagsaðild sem á við þig. Til þess að ganga frá greiðslu námskeiðsgjalds, verður haft samband við þátttakendur.

Föstudagur frá 18:30-22:00 – innifalið er léttur kvöldverður

Í fyrsta hluta er farið yfir grunnatriðin. Farið verður yfir hvað skiptir máli við val á myndavélum, linsum og aukabúnaði.  Stillingar og tæknileg atriði verða rædd.  Farið verður í hluti eins og myndbyggingu og hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að mynda. Bent verður á góða staði til fuglaljósmyndunar, skoðað hvernig best er að nálgast fugla og farið verður í ýmis hagnýt atriði er snúa að fuglaljósmyndun.

Laugardagur frá 13:00-17:00 – sameinast í bíla

Í öðrum hluta er farið í vettvangsferð þar sem þátttakendur spreyta sig í fuglaljósmyndun. Farið verður á nokkra góða fuglaljósmyndastaði sem eru eftirsóttir á höfðuborgarsvæðinu. Sýnt hvernig þekking á íslensku fánunni nýtist í að nálgast viðfangsefnið.

Sunnudagur frá 13:00-17:00

Þriðji hluti er svo helgaður úrvinnslunni og frekari leiðum til að öðlast færni í bæði fuglaljósmyndun og eftirvinnslu. Farið yfir helstu atriði við lagfæringu mynda og hvaða forrit er best að nota.

Skráning: Ljósmyndanámskeið 1. – 3. júní 

Upplýsingar

Byrja:
1. júní
Enda:
3. júní
Verð:
39.000krónur
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , , ,

Skipuleggjandi

Fuglavernd
Sími:
5620477
Netfang:
fuglavernd@fuglavernd.is
Vefsíða:
www.fuglavernd.is

Staðsetning

Hverfisgata 105
Hverfisgata 105
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
562 0477
Vefsíða:
www.fuglavernd.is