Hleð Viðburðir
Finna Viðburðir

Skoða viðburði

Liðnir Viðburðir

Viðburðir leiðarkerfi

september 2017

Matseðillinn í fjörunni

september 16 @ 13:00 - 14:00
Frítt

Menningarhúsin í Kópavogi, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Fuglavernd efna til fjöruferðar á Degi íslenskrar náttúru, laugardaginn 16. september kl. 13. Fuglalíf í Kópavogi og matseðill fuglanna verður skoðaður en farið verður fótgangandi frá Náttúrufræðistofu klukkan 13. Frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma og fræðast úti í náttúrunni. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Myllumerki: #íslensknáttúra og #DÍN

Lesa meira »

Fuglaskoðun Kjarnaskógi – Dagur íslenskrar náttúru

september 16 @ 14:00 - 16:00
Kjarnaskógur, Kjarnavegur
Akureyri, Iceland
+ Google Map
Frítt

Glókollur ©Eyþór Ingi Jónsson -  Dagur íslenskrar náttúru er laugardaginn 16. september.  Í tilefni af honum ætla Eyþór Ingi Jónsson og Fuglavernd að bjóða fólki í smáfuglaskoðunarferð um Kjarnaskóg. Tilgangurinn með ferðinni er að benda fólki á góða staði í skóginum, leyfa fólki að sjá og heyra í þeim fuglum sem þar má finna. Sérstök áhersla verður lögð á glókollinn, en hann er nokkuð algengur í Kjarnaskógi, en erfitt getur verið að sjá hann.  Glókollurinn er minnsti fugl Evrópu, aðeins…

Lesa meira »

Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

september 22 @ 15:00 - 17:00
Askja, Háskóli Íslands, Askja, Háskóli Íslands
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Frítt

Fuglavernd, Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands bjóða til málþings föstudaginn 22. september um válista fugla á Íslandi. Tilefnið er nýuppfærður listi Náttúrufræðistofnunar sem verður brátt aðgengilegur á vef stofnunarinnar. Fundurinn verður haldinn í Öskju húsi Náttúrufræða við Háskóla Íslands frá kl.15:00 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundarins. Fjallað verður um válista almennt, lagalega stöðu hér á landi og á nágrannalöndunum og um þær fuglategundir sem hafa laka stöðu, bæði fargesti…

Lesa meira »

Plastgleði þín og plastsorg er raunveruleg

september 28 @ 16:00 - 17:30
Þjóðminjasafnið, Suðurgata 41
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Frítt

- Málþing um stöðu og lausnir á plastvandanum Opið málþing í Háskóla Íslands um plastvandann og hvaða lausnir eru í sjónmáli. Málþingið er skipulagt af aðstandendum árvekniátaksins Plastlaus september í samstarfi við Námsbraut í umhverfis- og auðlindafræðum og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Fjallað verður um plastmengun í hafi og aðgerðir Evrópusambandsins gegn plastmengun, stöðu Íslands varðandi þennan málaflokk, örplast í fráveitum, endurvinnslumöguleika plasts, og loks hvaða úrræðum Íslendingar geta beitt til þess að sporna við ofgnótt plasts í umhverfinu. Málþingið fer fram bæði á…

Lesa meira »
október 2017

Skilafrestur: Tillaga að stækkun friðlands Þjórsárvera

október 3
Hverfisgata 105, Hverfisgata 105
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Fyrirhuguð stækkun friðlands í Þjórsárverum

Sjá frétt á vef UAR: Tillaga að stækkun friðlands Þjórsárvera til kynningar Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum vegna tillögunnar er til 3. október 2017 og má senda þær á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. Gögn um Þjórsárver Drög að auglýsingu um friðland í Þjórsárverum (pdf-skjal) Kort – Þjórsárver, afmörkun friðlands (pdf-skjal) Kort – Þjórsárver, reiðleiðir (pdf-skjal) Kort – Þjórsárver, varpland (pdf-skjal) Kort – Þjórsárver, vetrarakstur (pdf-skjal)

Lesa meira »

Umhverfisstefna stjórnmálaflokkanna

október 16 @ 20:00 - 22:00
Norræna húsið, Sæmundargata
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Frítt

Opinn fundur um umhverfisstefnu stjórnmálaflokkanna. Hvar: Norræna húsinu við Sæmundargötu, 101 Reykjavík Hvenær: Mánudag 16. október kl. 20:00 Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands efna til opins fundar mánudaginn 16. október um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða spurðir um stefnu þeirra varðandi tvö meginmál: Stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands, hver er stefna framboðsins? Hvernig skal vernda lífríki hafsins – hér heima og á alþjóðavettvangi - gegn mengun, súrnun, og…

Lesa meira »

Skilafrestur: Athugasemdir um frummatsskýrslu Svartárvirkjun í Bárðardal

október 23
Hverfisgata 105, Hverfisgata 105
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Húsöndin dvelur á Svartá árið um kring og áin hefur mikla þýðingu fyrir verndun þessarar tegundar. Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Húsöndin dvelur á Svartá árið um kring og áin hefur mikla þýðingu fyrir verndun þessarar tegundar. Ljósmynd: Daníel Bergmann. Athugasemdir við frummatsskýrslu Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum um Svartárvirkjun í Bárðardal hefur verið birt á vef Verkís. Frummatsskýrslan hefur nú verið send til Skipulagsstofnunar til umfjöllunar og stendur kynning á skýrslunni yfir til 23. október 2017. Hægt er að gera athugasemdir og koma ábendingum á framfæri við Skipulagsstofnun með því að senda tölvupóst á netfangið: skipulag@skipulag.is eða senda bréf stílað á:…

Lesa meira »

Fyrsti í rjúpu

október 27
Landið allt + Google Map

  Veiðidagar rjúpu 2017 Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember: föstudaginn 27. október, laugardaginn 28. október og sunnudaginn 29. október, föstudaginn 3. nóvember, laugardaginn 4. nóvember og sunnudaginn 5. nóvember, föstudaginn 10. nóvember, laugardaginn 11. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember, föstudaginn 17. nóvember, laugardaginn 18. nóvember og sunnudaginn 19. nóvember. Fuglavernd hvetur veiðimenn til hófsemi, enda er hún lykillinn að sjálfbærum veiðum. Sjá nánar á vef Náttúrufræðistofnunar…

Lesa meira »

Garðfuglakönnun hefst

október 28
Landið allt + Google Map
Frítt
Snjótittlingar

Árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst nú um helgina, 28. október 2018. Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Þátttakendur eru nú hvattir til þess að fóðra fugla á vinnustaðnum.  Í mötuneytum vinnustaða fellur til…

Lesa meira »
nóvember 2017

Skilafrestur: Athugasemdir við allt að 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi

nóvember 2
Hverfisgata 105, Hverfisgata 105
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map

Hjá Skipulagsstofnun er nú til kynningar frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum Allt að 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. nóvember 2017 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.   Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaptárhreppi eru með síðu á Facebook sem gjarnan má líka við. Þá hefur félagið skrifað bréf til félagsmanna  og tekið saman texta sem…

Lesa meira »
+ Export Events