Hleð Viðburðir
Finna Viðburðir

Skoða viðburði

Liðnir Viðburðir

Viðburðir leiðarkerfi

apríl 2017

Dagur Jarðar – Fuglaskoðun í Grasagarðinum

apríl 22 @ 11:00 - 14:00
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Frítt

Laugardaginn 22. apríl n.k. er dagur Jarðar. Af því tilefni standa Grasagarður Reykjavíkur, Garðyrkjufélag Íslands , Fuglavernd - BirdLife Iceland og Býræktarfélag Íslands fyrir áhugaverðri og skemmtilegri dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Byrjað verður á fuglaskoðun og fuglafræðslu í Grasagarðinum og svo verður haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands þar sem hægt verður að fræðast um býflugnarækt; lífsferil, byggingu og atferli býflugna. Í víðsjá verður hægt að skoða drottningu, drunta og þernur og settir verða saman rammar og vaxplötur bræddar…

Lesa meira »
maí 2017

Lífveruleit (Bioblitz) í Grasagarðinum

maí 6 @ 11:00 - 12:30
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Frítt

Grasagarður Reykjavíkur, Reykjavík iðandi af lífi og Fuglavernd bjóða gestum og gangandi í lífveruleit í Grasagarðinum. Gestir garðsins og sérfræðingar leita uppi plöntur, skordýr, fugla, fiska, mosa og fléttur til greiningar. Starfsfólk garðsins þekkir hinar 5000 tegundir plantna sem hefur verið plantað skipulega í garðinn en í garðinum leynist einnig heilmikið af öðrum plöntum og lífverum sem  bíða uppgötvunar. Gestir eru hvattir til að taka með sér flórubækur, stækkunargler, kíkja og myndavélar. Hvar: Grasagarðinum í Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 6. maí…

Lesa meira »

Alþjóðlegi farfugladagurinn

maí 10
Landið allt,
World Migratory Bird Day 2017

Þann 10. maí er alþjóðlegi farfugladagurinn. Yfirskrift ársins 2017 er: Þeirra framtíð er okkar framtíð. Um allan heim eru haldnir viðburðir af ýmsu tagi til að halda uppá daginn. Meira um Alþjóðlega farfugladaginn Vefur: http://www.worldmigratorybirdday.org/  Facebook: https://www.facebook.com/worldmigratorybirdday/  Twitter: https://twitter.com/wmbd Flickr: https://www.flickr.com/photos/worldmigratorybirdday/ #WorldMigratoryBirdDay  

Lesa meira »

Leyndardómar Borgarfjarðar

maí 13 @ 09:00 - 18:00
Borgarfjörður, Borgarbyggð, Borgarfjörður 310 Iceland + Google Map
15.000kr.

Fuglaskoðun - Dagsferð Hvenær: 13. Maí 2017 Tímasetning: 9:00 - 18:00 Hvar: Brottför frá Hverfisgötu 105 101 Reykjavík, komið þangað aftur. (Einnig hægt að koma upp í bílinn á leið í Borgarfjörðinn) Leiðsögumaður: Jóhann Óli Hilmarsson Verð: 15.000 kr. Fjöldi: Lágmark 9 manns, hámark 19 manns. Hafa með: Nesti fyrir daginn, hlýjan og skjólgóðan fatnað og skó, sjónauka, ljósmyndabúnað og handbækur um fugla. Skráning: ER LOKIРer bindandi og haft verður samband við þátttakendur vegna greiðslu um leið og lágmarksfjölda er náð.  …

Lesa meira »

Fuglar og ljósmyndun á Norðurlandi

maí 16 @ 19:00 - 21:00
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, Akureyrarkirkja
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map
Frítt, skráning

Ekki missa af fræðslu og fuglafjöri með Fuglavernd, Canon, Nýherja og Pedromyndum. Þriðjudaginn 16. maí nk. verður mikið fugla- og ljósmyndafjör í safnaðarheimili Akureyrarkirkju þegar áhugaljósmyndarar á sviði fugla og fuglaáhugamenn munu sýna ljósmyndir og veita fræðslu um fuglaljósmyndun. Á viðburðinum munu þeir Eyþór Ingi Jónsson, Yann Kolbeinsson og Gaukur Hjartarson vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við þeirra myndir í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þá mun Sverrir Thorstensen, fuglaáhugamaður, veita fræðslu um fuglalíf í Eyjafirði. Ofur aðdráttarlinsur til sýnis…

Lesa meira »

Fuglaskoðun við Kasthúsatjörn – Alþjóðlegi farfugladagurinn

maí 17 @ 17:15 - 18:30
Kasthúsatjörn, Álftanesi, Norðurnesvegur
Garðabær, Álftanes 210
+ Google Map
Frítt

Mæting:  Kasthúsatjörn, Álftanesi, ekið eftir Norðurnesvegi Fuglaskoðun við Kasthúsatjörn miðvikudaginn 17.maí undir leiðsögn Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings.  Fuglalíf við tjörnina og ný endurheimt votlendi skoðað. Fræðslan og fuglaskoðunin er haldin í samstarfi við Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Fuglavernd og er hluti af sögugöngum ársins sem er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar. Allir velkomnir Viðburðurinn á Facebook: Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.    

Lesa meira »

Ljósmyndanámskeið – stafræn fuglaljósmyndun

maí 19 - maí 21
Sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
35kr. - 39000kr.

Fuglavernd stendur fyrir námskeiði í stafrænni fuglaljósmyndun dagana 19. - 21. maí 2017.

Lesa meira »
júní 2017

Fuglaskoðun: Friðlandið í Flóa

júní 4 @ 17:00 - 18:00
Friðlandið í Flóa, Eyrarbakkavegur Ölfus 816 Iceland + Google Map
Frítt
Fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa.

Sunnudaginn 4. júní 2017 býður Fuglavernd upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa. Leiðsögumaður að þessu sinni verður Hlynur Óskarsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands og forsvarsmaður Votlendisseturs Íslands. Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu. Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri. Fugl ársins 2017, lómurinn, er einkennisfugl svæðisins. Lesa…

Lesa meira »

Fuglaskoðun: Friðlandið í Flóa

júní 11 @ 17:00 - 18:00
Friðlandið í Flóa, Eyrarbakkavegur Ölfus 816 Iceland + Google Map
Frítt
Lómar berjast um óðal. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Sunnudaginn 11. júní 2017, á sjómannadaginn, býður Fuglavernd upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa. Leiðsögumaður að þessu sinni verður einn okkar dyggu sjálfboðaliða, Alex Máni Guðríðarson. Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu. Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri. Fugl ársins 2017, lómurinn, er einkennisfugl svæðisins. Lesa meira um…

Lesa meira »

Fuglaskoðun: Friðlandið í Flóa

júní 18 @ 17:00 - 18:00
Friðlandið í Flóa, Eyrarbakkavegur Ölfus 816 Iceland + Google Map
Fuglaskoðunarhúsið í Friðlandinu í Flóa.

Sunnudaginn 18. júní 2017, býður Fuglavernd upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa. Leiðsögumaður þennan sunnudaginn verður formaður Fuglaverndar Jóhann Óli Hilmarsson. Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu. Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri. Fugl ársins 2017, lómurinn, er einkennisfugl svæðisins. Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og…

Lesa meira »
+ Export Events