Hleð Viðburðir

Liðnir Viðburðir

Viðburðir Search and Views Navigation

Viðburður Views Navigation

september 2019

Alheimshreinsunardagurinn: Eyjahreinsun í Akurey og Engey

21.09.2019 @ 09:00 - 14:00
Sjávarklasinn, Grandagarði 16
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum 21. september munu Blái herinn, Björgunarsveitin Ársæll og hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík standa að strandhreinsun í Akurey og Engey á milli kl. 9:00 – 14:00. Mæting sjálfboðaliða er við smábátahöfnina við Norðurbugt (bak við Marshallhúsið) kl. 9:00. Hressing í Sjávarklasanum 14:30. Ath 18 ára aldurstakmark og skráning á birna.heide@gmail.com    

Lesa meira »

Alheimshreinsunardagurinn: Hreinsun og fræðsla

21.09.2019 @ 13:00 - 15:00
Sjávarklasinn, Grandagarði 16
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum ætla Plastlaus september og Blái herinn að taka höndum saman og standa að hreinsun og fræðslu um plastvandann. Við hittumst í Sjávarklasanum kl. 13 og fólk getur valið sér svæði í nágrenninu til að hreinsa. Við hittumst aftur kl. 14:30 í Sjávarklasanum og fáum okkur hressingu saman. Einnig geta áhugasamir fræðst um hvernig draga megi úr plastnotkun í daglegu lífi. MUNUM EFTIR FJÖLNOTA POKA OG FJÖLNOTA HÖNSKUM (GARÐHÖNSKUM). KLÆÐUM OKKUR EFTIR VEÐRI.

Lesa meira »

október 2019

Fýll © Daníel Bergmann

Alþjóðlegi farfugladagurinn – að hausti

12.10.2019 @ 14:00 - 15:00
Eyrarbakkafjara, Hafnarbrú
Eyrarbakki, 820
+ Google Map

Alþjóðlegi farfugladagurinn að hausti er laugardaginn 12. október. Í tilefni dagsins efnir Fuglavernd til fuglaskoðunar í Eyrarbakkafjöru kl. 14:00 Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn, mælst er til þess að sameinast í bíla. Best er að keyra niður að Eyrarbakkahöfn, sem er í vesturenda bæjarins og ætti ekki að fara framhjá neinum. Gott er að hafa með sér sjónauka, handbók um fugla og ekki verra að hafa eitthvað heitt á brúsa að drekka sér til hressingar. Stjórnarmaður Fuglaverndar, Snæþór Aðalsteinsson,…

Lesa meira »

Viltu leggja vísindunum lið?

16.10.2019 @ 12:00 - 13:30
Norræna húsið, Sæmundargata
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Frítt
Rauðbrystingar á flugi

Viltu leggja vísindunum lið? – Hlutverk almennings í vöktun og rannsóknum á lífríkinu Málstofa í Norræna húsinu kl. 12:00, miðvikudag 16. október 2019 Vísindamenn gegna lykilhlutverki í rannsóknum á lífríkinu og ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. En almenningur getur lagt þeim lið við öflun gagna. Til þess þarf að byggja brú á milli vísinda og samfélags. Reynslan sýnir að það getur leitt úr læðingi margfeldisáhrif sem ná langt út fyrir þekkingaraukann sem slíkan, ekki síst í formi viðhorfsbreytinga,…

Lesa meira »

Hvert fara kjóarnir?

23.10.2019 @ 20:00 - 21:30
Þekkingarsetur Suðurnesja, Garðvegi 1 Sandgerði 245 + Google Map
Frítt
Kjóaungi ©Sölvi Rúnar Vignisson

Kjóinn er einn af einkennisfuglum Suðurnesja og einn af okkar áhugaverðustu farfuglum. Kjóinn hefur oft haft slæmt orð á sér fyrir að ræna ungum og eggjum annarra fugla en þegar hann er skoðaður í réttu ljósi sést hve ótrúlegt lífshlaup hvers einstaklings er. Þekkingarsetur Suðurnesja og Háskóli Íslands hafa stundað rannsóknir á farháttum kjóa frá árinu 2013. Í þessum fyrirlestri mun Sölvi Rúnar Vignisson kynna líf- og farhætti íslenska kjóans en fyrir þessa rannsókn var hið ótrúlega far hans lítið…

Lesa meira »

Opið hús, fyrsti vetrardagur

26.10.2019 @ 14:00 - 16:00
Hverfisgata 105, Hverfisgata 105
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Frítt
Fuglavernd verslun

Laugardaginn 26. október, fyrsta vetrardag, verður opið hús á skrifstofu Fuglaverndar frá kl. 14-16. Árleg garðfuglakönnun hefst um þessar mundir og hægt verður að fá leiðbeiningar um hvernig á að fylla út könnunina. Tilboð verður á vörum fyrir fuglafóðrun. Við hvetjum sem flesta áhugamenn um garðfugla og fuglafóðrun til að heimsækja okkur.

Lesa meira »

Garðfuglakönnun hefst

27.10.2019
Landið allt
frítt
Skógarþröstur í október á Akureyri. © Eyþór Ingi Jónsson

Garðfuglakönnun Fuglaverndar árið 2019 hefst sunnudaginn 27. október. Daginn áður, laugardaginn 26. október verður opið hús, fyrsti vetrardagur á skrifstofu Fuglaverndar. Garðfuglakönnunin hefur verið gerð árlega allt frá 1994. Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er…

Lesa meira »

nóvember 2019

African Pied Kingfisher @Helgi Guðmundsson

Myndasýning – Úganda

20.11.2019 @ 20:00 - 22:00
Sal Arionbanka, Borgartún 19
Reykjavík, 105
+ Google Map

Í október fyrir ári hélt Helgi Guðmundsson við annan mann til Úganda á slóðir mannapa og annarra kvikinda. Í ferðinni bar fyrir augu fjölda fugla og dýra. Á myndasýningu í sal Arionbanka miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20:00 ætlar Helgi að segja okkur frá þessari skemmtilegu og athyglisverðu ferð og sýna valdar myndir frá Úganda. Nærri 1100 fuglategundir hafa sést í landinu og þar er besti staður í heimi til að kynnast nánum ættingjum okkar, górillunum. Mannlíf er og fjölbreytt og…

Lesa meira »

desember 2019

Músarrindill © Sindri Skúlason

Fuglalíf að vetri

07.12.2019 @ 11:00 - 12:00
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map

Fuglaskoðun í Grasagarði Reykjavíkur í samstarfi við Fuglavernd, laugardaginn 7. desember kl. 11. Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring. Laugardaginn 7. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem glóbrystings og fjallafinku. Gestir eru hvattir til að taka með sér sjónauka. Einnig hvetjum…

Lesa meira »

janúar 2020

Skógarþröstur

Garðfuglahelgin 2020

24. janúar - 27. janúar
Landið allt,

Síðasta helgin í janúar er garðfuglahelgin hjá Fuglavernd. Garðfuglahelgin á sér fyrirmynd hjá RSPB, konunglega breska fuglaverndarfélaginu sem er systurfélag og samstarfsaðili Fuglaverndar. Veldu stund (og stað) Þó viðburðurinn kallist garðfuglahelgin, þá velur þú stund og stað fyrir þína athugun. Best er að velja stað (garð) þar sem fuglum er gefið fóður yfir vetrartímann. Þú velur stund, athugunin á að fara fram á einni klukkustund og þú velur hvaða dag þér hentar frá föstudegi til mánudags, það getur verið háð…

Lesa meira »
+ Export Events