Hleð Viðburðir

Liðnir Viðburðir

Viðburðir Search and Views Navigation

Viðburður Views Navigation

september 2018

Ljósmyndasamkeppnin #betraloftslag

3. september - 8. september
Landið allt

Ljósmyndasamkeppnin #betraloftslag verður haldin á samfélagsmiðlinum Instagram 3. - 8. september og eru margir góðir vinningar í boði. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti og einnig 3 aukavinningar. Dómarar keppninnar verða Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari, Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar. Einu skilyrðin fyrir því að taka þátt eru að taka myndir af einhverju sem tengist lífsstíl að betra loftslagi og birta á Instagram með merkingunni #betraloftslag. Úrslit verða tilkynnt sunnudaginn 9. september. Ýmsir möguleikar eru að lífsstíl að betra…

Lesa meira »

Loftslagsgangan í Reykjavík

8. september @ 14:00 - 15:00
Hallgrímskirkja, Hallgrímstorg 1
Reykjavík, 101
+ Google Map

Hinn 8. september verður Loftslagsgangan gengin í Reykjavík í þriðja sinn og í ár verður baráttugleðin í fyrrirúmi. Krafa göngunnar er einföld: Að tafarlaust verði gripið til árangursríkra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkisstjórnin verður að draga vagninn og greiða götuna fyrir sjálfbæru samfélagi. Safnast verður saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 14 og gengið niður Skólavörðustíg, Laugaveg og Bankastræti að Lækjartorgi, þar sem haldinn verður stuttur kröfufundur. Við hvetjum alla til að koma og ganga með loftslaginu!  

Lesa meira »

Heimildarmyndin A Plastic Ocean

12. september @ 17:00 - 19:00
Norræna húsið, Sæmundargata
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map

Laysan Albatross © Forest and Kim Starr - fengið frá BirdLife International Stikla: A Plastic Ocean Plastmengun er vandamál sem fer ört vaxandi en á hverju ári eru framleiddar um 300 milljónir tonna af plasti, þar af helmingurinn einnota. Um átta milljónir af plasti enda árlega í hafinu með skelfilegum afleiðingum fyrir lífríkið. Við getum leyst vandamálið með fræðslu og aðgerðum en nauðsynlegt er að endurhugsa það hvernig við notum plast. A Plastic Ocean er heimildarmynd sem fjallar um plastmengun…

Lesa meira »

Alheimshreinsun

15. september
Landið allt

Taktu þátt í Alheimshreinsun 15.september 2018. Landvernd, Blái herinn, Plastlaus september, JCI Ísland og plokkara hreyfingin sjá um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi en þann 15.september munu sjálboðaliðar í 150 löndum sameinast í að hreinsa heiminn í nafni átaksins Let´s Do It! World. Við hvetjum fólk til að skipuleggja sína eigin hreinsun og gera sitt til þess að minnka rusl og draga úr notkun einnota plastumbúða. Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að TAKA ÞÁTT og skipuleggja eigin hreinsun og skráðu hana…

Lesa meira »

Dagur íslenskrar náttúru

16. september
Landið allt

Dagur íslenskrar náttúru, 16. september ár hvert, er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar. Dagurinn er viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska nátttúru. Ómar Ragnarsson hefur á undanförnum áratugum unnið framúrskarandi og óeigingjarnt starf á fjölmörgum sviðum. Hann er landsþekktur fyrir störf sín í fjölmiðlum og hefur gert náttúru Íslands einstök skil í sjónvarpi. Ómar er fjölfróður á sviði íslenskrar landa- og náttúrufræði og…

Lesa meira »

október 2018

Starar við vatnsbólið. ©Örn Óskarsson.

Fuglarnir í garðinum

25. október @ 19:00 - 21:00
Hverfisgata 105, Hverfisgata 105
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map

Fimmtudagskvöldið 25. október verður opið hús hjá Fuglavernd á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 105 2. Hæð, 101 Reykjavík. Spjall á léttu nótunum, þar sem við ætlum að hittast og deila reynslu af fuglafóðrun.  Reyna að svar spurningum eins og: Hvað get ég gefið fuglunum í garðinum að borða? Hvað eru margir fuglar að koma til mín í mat? Garðfuglakönnun Fuglaverndar verður kynnt og hægt að sjá hvernig á að fylla út talningarblöð. Garðfuglakönnunin hefst þann 28. október 2018 þennan veturinn…

Lesa meira »

Garðfuglakönnun hefst

28. október
Landið allt
Frítt

Garðfuglakönnun Fuglaverndar árið 2018 hefst sunnudaginn 28. október. Garðfuglakönnunin hefur verið gerð árlega allt frá 1994. Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Frá því að athuganir hófust, veturinn 1994‒95, hafa verið skráðar…

Lesa meira »

nóvember 2018

Öldutrosi á Española ©Jóhann Óli Hilmarsson

Galapagos og Ekvador

14. nóvember @ 20:00 - 22:00
Sal Arionbanka, Borgartún 19
Reykjavík, 105
+ Google Map

Einstakt dýralíf á Galapagos og litskrúðugir fuglar í Ekvador. Miðvikudaginn 14. nóvember heldur Gunnlaugur Sigurjónsson myndasýningu í Arion banka við Borgartún og segir frá ferð sinni til Galapagoseyja og regnskóga Ekvador. Síðastliðið vor hélt Gunnlaugur ásamt Jóhanni Óla Hilmarssyni, formanni Fuglaverndar í ævintýrasiglingu um Galapagos eyjaklasann.  Eyjarnar eru þekktar fyrir hið einstaka dýralíf og er fjöldi einlendra (endemiskra) tegunda mikill. Fyrir utan finkurnar, sem komu Darwin á sporið varðandi þróun tegundanna, eru þar t.d. einu mörgæsir og albatrosar í heimi, sem…

Lesa meira »

Laugardagsopnun

24. nóvember @ 14:00 - 16:00
Hverfisgata 105, Hverfisgata 105
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map

Skrifstofan á Hverfisgötu 105 101 Reykjavík verður opin laugardaginn 24. nóvember frá kl. 14-16. Þá er um að gera að líta við og kaupa jólakortin sem þú ætlar að senda í ár. Ertu að leita að jólagjöf handa fuglaáhugafólki? Eða langar þig að koma börnum eða barnabörnum á bragðið með að skoða fugla? Hvað er hægt að gefa þeim sem á allt? Hjá Fuglavernd kennir ýmissa grasa. Fuglabækur, fuglaljósmyndir, fuglahús til að setja í garðinn, fuglafóður, útsaumur, heimilsvörur og barmmerkin…

Lesa meira »

desember 2018

Fuglalíf að vetri

8. desember @ 11:00 - 12:00
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map

Fuglaskoðun í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 8. desember kl. 11. Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring. Laugardaginn 8. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem glóbrystings og fjallafinku. Gestir eru hvattir til að taka með sér kíkja. Einnig hvetjum við gesti til að…

Lesa meira »
+ Export Events