Hleð Viðburðir

Liðnir Viðburðir

Viðburðir Search and Views Navigation

Viðburður Views Navigation

nóvember 2019

African Pied Kingfisher @Helgi Guðmundsson

Myndasýning – Úganda

20.11.2019 @ 20:00 - 22:00
Sal Arionbanka, Borgartún 19
Reykjavík, 105
+ Google Map

Í október fyrir ári hélt Helgi Guðmundsson við annan mann til Úganda á slóðir mannapa og annarra kvikinda. Í ferðinni bar fyrir augu fjölda fugla og dýra. Á myndasýningu í sal Arionbanka miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20:00 ætlar Helgi að segja okkur frá þessari skemmtilegu og athyglisverðu ferð og sýna valdar myndir frá Úganda. Nærri 1100 fuglategundir hafa sést í landinu og þar er besti staður í heimi til að kynnast nánum ættingjum okkar, górillunum. Mannlíf er og fjölbreytt og…

Lesa meira »

desember 2019

Músarrindill © Sindri Skúlason

Fuglalíf að vetri

07.12.2019 @ 11:00 - 12:00
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map

Fuglaskoðun í Grasagarði Reykjavíkur í samstarfi við Fuglavernd, laugardaginn 7. desember kl. 11. Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring. Laugardaginn 7. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem glóbrystings og fjallafinku. Gestir eru hvattir til að taka með sér sjónauka. Einnig hvetjum…

Lesa meira »

janúar 2020

Skógarþröstur

Garðfuglahelgin 2020

24. janúar - 27. janúar
Landið allt,

Síðasta helgin í janúar er garðfuglahelgin hjá Fuglavernd. Garðfuglahelgin á sér fyrirmynd hjá RSPB, konunglega breska fuglaverndarfélaginu sem er systurfélag og samstarfsaðili Fuglaverndar. Veldu stund (og stað) Þó viðburðurinn kallist garðfuglahelgin, þá velur þú stund og stað fyrir þína athugun. Best er að velja stað (garð) þar sem fuglum er gefið fóður yfir vetrartímann. Þú velur stund, athugunin á að fara fram á einni klukkustund og þú velur hvaða dag þér hentar frá föstudegi til mánudags, það getur verið háð…

Lesa meira »

apríl 2020

Hafnarhólmi, lundar

Aðalfundur Fuglaverndar 2020

23. apríl

Fyrirhuguðum aðalfundi Fuglaverndar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, vegna frekari takmarkana á samkomubanni. Vonir standa til þess að hægt verði að finna nýja dagsetningu og auglýsa fundinn með löglegum fyrirvara, fyrir sumardaginn fyrsta, sem er þann 23. apríl 2020. Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins.  Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir: Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Breytingar…

Lesa meira »

maí 2020

Alþjóðlegi farfugladagurinn – fuglaskoðun í Grunnafirði

9. maí @ 09:00 - 11:00
Laxárbakki, Laxárbakki
Grundartangi, Akranes 301 Iceland
+ Google Map

Sanderla. © Ljósmynd: Yann Kolbeinsson Laugardaginn 9. maí er Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori. Af því tilefni verður boðið uppá fuglaskoðun í Grunnafirði, sem er eitt af sex Ramsarsvæðum á Íslandi, leiðsögumaður verður náttúrfræðingurinn Einar Þorleifsson. Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 og er svæðið friðland. Tilgangur friðlýsingarinnar var að vernda landslag og lífríki svæðisins, sér í lagi fuglalíf sem er mjög auðugt. Stærð friðlýsta svæðisins er 1393,2 hektarar. Árið 1996 var svæðið samþykkt sem Ramsar svæði. Svæðið hefur því verið verndað…

Lesa meira »

júní 2020

Fuglaskoðun í miðborginni

2. júní @ 18:00 - 20:00
Friðlandið í Vatnsmýri, Norræna húsið
Reykjavík, Iceland
+ Google Map

Fuglavernd og Vesenisferðir bjóða uppá fuglaskoðun í miðborginni þriðjudaginn 2. júní kl. 18:00. Þetta er fyrsta gangan af þriðjudagsgöngum sem verða í boði í sumar og Fuglavernd er heiður að því að ríða á vaðið. Fuglaskoðun í miðborginni Upphafsstaður: Norræna húsið, þar sem er Friðlandið í Vatnsmýrinni. Óformlegur hópur innan Fuglaverndar, Hollvinir Tjarnarinnar taka þar til hendinni, oftast fyrsta laugardag í apríl. Kl. 17:50 Nokkrar Mullersæfingar fyrir þá sem koma snemma og vilja taka þátt. Kl. 18 Gangan hefst. Gengið…

Lesa meira »
Flórgoði - par. Ljósmynd ©Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaskoðun við Rauðavatn

25. júní @ 20:00 - 22:00
Rauðavatn, Rauðavatn
Reykjavík, Höfuðborgarsvæðið Iceland
+ Google Map

Fimmtudagskvöldið 25. júní kl. 20:00 býður Fuglavernd til fuglaskoðunar við Rauðavatn. Hægt að leggja bílum við hús Árvakurs, Morgunblaðshúsið og þar ætlum við að safnast saman og ganga spöl niður að vatninu. Fuglalífið við vötnin er alltaf áhugavert á þessum árstíma, þar sem flugurnar suða og fuglarnir synda og kvaka. Fimmtudagskvöldið 25. júní kl. 20:00 býður Fuglavernd til fuglaskoðunar við Rauðavatn. Okkur til leiðsagnar verður líffræðingurinn Snorri Sigurðsson. Rauðavatn er um 0,32 km2 , meðaldýpi um 1 m og mesta…

Lesa meira »

ágúst 2020

Frestað – Vinnudagur í Friðlandinu í Flóa

15. ágúst @ 11:00 - 16:00
Friðlandið í Flóa, Floi bird reserve Ölfus 816 Iceland + Google Map

Laugardaginn 15. ágúst var fyrirhugaður vinnudagur í Friðlandinu í Flóa, en því miður verður honum frestað um óákveðinn tíma.

Lesa meira »

september 2020

Haförn. ©Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Aðalfundur Fuglaverndar 2020

10. september @ 17:00 - 18:30
Sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map

Aðalfundur Fuglaverndar fyrir starfsárið 2019 verður haldinn í Sal Barðstrendingafélagsins, Konnakoti, Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 10. september kl. 17. Einnig er stefnt að því að streymi verði af fundum á Fésbókarsíðu Fuglaverndar. Á dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara. Ákvörðun árgjalds. Önnur mál.

Lesa meira »
Fuglagarðurinn

Fuglagarðurinn á Degi íslenskrar náttúru

16. september @ 18:00 - 19:00
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map

Fræðsluganga í Grasagarði Reykjavíkur á degi íslenskrar náttúru, miðvikudaginn 16. september. Í göngunni verða þær plöntur skoðaðar sem eru góðar fyrir fuglalíf í görðum, þ.e. þær plöntur sem veita fæðu, skjól og hreiðurstæði. Steinar Björgvinsson skógfræðingur og framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Hafnarfjarðar leiðir gönguna sem hefst við aðalinngang Grasagarðs Reykjavíkur kl. 18. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Fuglaverndar og Reykjavíkur iðandi af lífi. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Lesa meira »
+ Export Events