Events Search and Views Navigation
maí 2020
Alþjóðlegi farfugladagurinn – fuglaskoðun í Grunnafirði
Sanderla. © Ljósmynd: Yann Kolbeinsson Laugardaginn 9. maí er Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori. Af því tilefni verður boðið uppá fuglaskoðun í Grunnafirði, sem er eitt af sex Ramsarsvæðum á Íslandi, leiðsögumaður verður náttúrfræðingurinn Einar Þorleifsson. Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 og er svæðið friðland. Tilgangur friðlýsingarinnar var að vernda landslag og lífríki svæðisins, sér í lagi fuglalíf sem er mjög auðugt. Stærð friðlýsta svæðisins er 1393,2 hektarar. Árið 1996 var svæðið samþykkt sem Ramsar svæði. Svæðið hefur því verið verndað…
Find out more »júní 2020
Fuglaskoðun í miðborginni
Fuglavernd og Vesenisferðir bjóða uppá fuglaskoðun í miðborginni þriðjudaginn 2. júní kl. 18:00. Þetta er fyrsta gangan af þriðjudagsgöngum sem verða í boði í sumar og Fuglavernd er heiður að því að ríða á vaðið. Fuglaskoðun í miðborginni Upphafsstaður: Norræna húsið, þar sem er Friðlandið í Vatnsmýrinni. Óformlegur hópur innan Fuglaverndar, Hollvinir Tjarnarinnar taka þar til hendinni, oftast fyrsta laugardag í apríl. Kl. 17:50 Nokkrar Mullersæfingar fyrir þá sem koma snemma og vilja taka þátt. Kl. 18 Gangan hefst. Gengið…
Find out more »Fuglaskoðun við Rauðavatn
Fimmtudagskvöldið 25. júní kl. 20:00 býður Fuglavernd til fuglaskoðunar við Rauðavatn. Hægt að leggja bílum við hús Árvakurs, Morgunblaðshúsið og þar ætlum við að safnast saman og ganga spöl niður að vatninu. Fuglalífið við vötnin er alltaf áhugavert á þessum árstíma, þar sem flugurnar suða og fuglarnir synda og kvaka. Fimmtudagskvöldið 25. júní kl. 20:00 býður Fuglavernd til fuglaskoðunar við Rauðavatn. Okkur til leiðsagnar verður líffræðingurinn Snorri Sigurðsson. Rauðavatn er um 0,32 km2 , meðaldýpi um 1 m og mesta…
Find out more »ágúst 2020
Frestað – Vinnudagur í Friðlandinu í Flóa
Laugardaginn 15. ágúst var fyrirhugaður vinnudagur í Friðlandinu í Flóa, en því miður verður honum frestað um óákveðinn tíma.
Find out more »september 2020
Aðalfundur Fuglaverndar 2020
Aðalfundur Fuglaverndar fyrir starfsárið 2019 verður haldinn í Sal Barðstrendingafélagsins, Konnakoti, Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 10. september kl. 17. Einnig er stefnt að því að streymi verði af fundum á Fésbókarsíðu Fuglaverndar. Á dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara. Ákvörðun árgjalds. Önnur mál.
Find out more »Fuglagarðurinn á Degi íslenskrar náttúru
Fræðsluganga í Grasagarði Reykjavíkur á degi íslenskrar náttúru, miðvikudaginn 16. september. Í göngunni verða þær plöntur skoðaðar sem eru góðar fyrir fuglalíf í görðum, þ.e. þær plöntur sem veita fæðu, skjól og hreiðurstæði. Steinar Björgvinsson skógfræðingur og framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Hafnarfjarðar leiðir gönguna sem hefst við aðalinngang Grasagarðs Reykjavíkur kl. 18. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Fuglaverndar og Reykjavíkur iðandi af lífi. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Find out more »október 2020
AFLÝST – Alþjóðlegi farfugladagurinn – að hausti – AFLÝST
Kría (Sterna paradisaea). ©Ljósmynd: Alex Máni Vegna samkomutakmarkana við 20 manns sjáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa þessum fyrirhugaða viðburði. Vonandi tekst okkur að taka upp þráðinn. - Farið varlega. Alþjóðlegi farfugladagurinn að hausti er þann 10. október. Af því tilefni efnir Fuglavernd til fuglaskoðunar við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Við hittumst á bílastæðinu við Gróttu og brottför þaðan verður kl. 10.00 laugardaginn 10. október. Til leiðsagnar verður Trausti Gunnarsson, stjórnarmaður Fuglaverndar og leiðsögumaður. Við hlítum öllum reglum…
Find out more »Garðfuglakönnun 2020-2021 hefst
Árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst á sunnudaginn, 25. október. í ár viljum við hvetja sem flesta sem fóðra fugla í görðum sínum til þess að taka þátt. Samfélagsvísindi af þessu tagi geta skipt sköpum fyrir náttúruna. Nánari upplýsingar: Fóðrun garðfugla Garðfuglakönnun
Find out more »Upphaf aldauðans
Hvað er þetta? Sýning með verkum eftir Ólöfu Nordal, Ragnhildi Ágústsdóttur og Örlyg Kristfinnsson sem hverfast um fugla. Samhliða sýningunni er fagnað útgáfu bókarinnar „Fuglinn sem gat ekki flogið“ eftir Gísla Pálsson. Auk þess verður efnt til opinnar málstofu um aldauðann og skipulögð barnanámskeið. Hvar? Í Ásmundarsal & á vefnum þar sem allri dagskrá verður streymt hér. Af hverju skyldi aldauði geirfuglsins vera á dagskrá? Tegundin leið undir lok við Ísland, á Eldey við Reykjanes 3. júní 1844. Örlög geirfuglsins…
Find out more »janúar 2021
Garðfuglahelgin 2021
Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem…
Find out more »