Hleð Viðburðir

Liðnir Viðburðir › Fræðsluerindi

Viðburðir Search and Views Navigation

Viðburður Views Navigation

febrúar 2018

Endurheimt votlendis og mólendis – skilvirkar loftlagsaðgerðir?

14.02.2018 @ 17:00 - 18:30
Iðnó, Vonarstræti 3
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Frítt

FUMÍ (Félag umhverfisfræðinga á Íslandi) býður til opins fræðslufundar um endurheimt votlendis og mólendis á Íslandi. Rætt verður um hvernig þessar aðgerðir spila inn í stóra samhengið, loftlagsmálin, og árangur þessara aðgerða. Öllum er velkomið að mæta, FUMÍurum sem og öðrum! Erindi verða: Hvað með losun frá rofnu þurrlendi? - Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur hjá Landgræðsla ríkisins og fyrrum aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra Votlendi og Votlendissjóðurinn - Eyþór Eðvarðsson, fulltrúi Paris 1,5 Árangur á endurheimt votlendis sem mótvægisaðgerð - Þórdís Björt Sigþórsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun…

Lesa meira »

Þorskur í þúsund ár

26.02.2018 @ 17:15 - 18:15
Askja, Háskóli Íslands, Askja, Háskóli Íslands
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Frítt

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 26. febrúar 2018 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15. Það er líffræðingurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir sem flytjur erindi sem hún nefnir "Þorskur í þúsund ár: vistfræði sjávar byggð á fornum þorskbeinum". Ágrip af erindi Guðbjargar Ástu, haldið mánudaginn 26. febrúar 2018. „Við fornleifauppgröft á fornum íslenskum verstöðvum hefur fundist mikið magn fiskibeina, aðallega þorskbein. Í mörgum tilfellum eru elstu mannvistarlög verstöðvanna aldursgreind til fyrstu alda eftir…

Lesa meira »

mars 2018

Frumsýning: Heimildarmyndin “Eigi skal höggva”

07.03.2018 @ 20:40 - 21:15
RUV

Heimildarmyndin "Eigi skal höggva" verður frumsýnd á sjónvarpsstöðinni RUV miðvikudaginn 7. mars kl. 20:40. EIGI SKAL HÖGGVA Heimildamynd um Svartá í Bárðardal og fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Svartá á upptök sín í Svartárvatni í Bárðardal. Við vatnið stendur bærinn Svartárkot, í 450m hæð og 90 km frá sjó. Svartá rennur í Suðurá og sameinaðar bera þær nafn Svartár til ósa í Skjálfandafljóti. Kippkorn sunnan við Svartárvatn eru Suðurárbotnar. Þar sprettur Suðurá fram kristaltær undan Ódáðahrauni. Tungan milli Suðurár/Svartár og Skjálfandafljóts er Stóratunga. Hún…

Lesa meira »

apríl 2018

Gerum heimilin grænni – Umhverfishátíð Norræna hússins

07.04.2018 @ 13:00 - 08.04.2018 @ 17:00
Norræna húsið, Sæmundargata
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map

Helgina 7.-8. apríl mun fjölbreytt umhverfisdagskrá fyrir gesti á öllum aldri fylla Norræna húsið. Markmiðið er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænna heimili. Boðið verður upp á m.a. smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sammerkt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum. Heimili okkar – hús og garður – eru lítil vistkerfi þar sem við setjum reglurnar! Þátttaka er ókeypis og allir…

Lesa meira »

maí 2018

Alþjóðlegi farfugladagurinn – Spóahátíð í Kötlu jarðvangi

12.05.2018 @ 10:00 - 14:00
Katla jarðvangur, Hvoll Hvolsvöllur 860 Iceland + Google Map
Frítt

Laugardaginn 12. maí 2018 er alþjóðlegur dagur farfugla sjá: http://www.worldmigratorybirdday.org/news/2017/towards-new-world-migratory-bird-day-2018 Í tilefni dagsins munu Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun Íslands,  Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi og Katla jarðvangur í samvinnu efna til vettvangsferðar og fræðslu. Árið 2018 verður alþjóðlegi farfugladagurinn tileinkaður spóanum á Íslandi. Spóinn er ein af ábyrgðartegundum okkar Íslendinga en hér verpir megnið af Evrópustofninum og líklega fyrirfinnst hvergi þéttara spóavarp. Spóinn hefur vetursetu í Vestur-Afríku en þangað flýgur hann alla jafna beint yfir opið haf án hvíldar. Dagskrá kl. 10:00 Fuglaskoðun…

Lesa meira »

júní 2019

Lífveruleit í Grasagarðinum í Laugardal

29.06.2019 @ 12:00 - 14:00
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Frítt

Fræðsluviðburður fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur gerast náttúrufræðingar og kynna sér hið leynda lífríki Grasagarðsins.

Lesa meira »

september 2019

Alheimshreinsunardagurinn: Hreinsun og fræðsla

21.09.2019 @ 13:00 - 15:00
Sjávarklasinn, Grandagarði 16
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum ætla Plastlaus september og Blái herinn að taka höndum saman og standa að hreinsun og fræðslu um plastvandann. Við hittumst í Sjávarklasanum kl. 13 og fólk getur valið sér svæði í nágrenninu til að hreinsa. Við hittumst aftur kl. 14:30 í Sjávarklasanum og fáum okkur hressingu saman. Einnig geta áhugasamir fræðst um hvernig draga megi úr plastnotkun í daglegu lífi. MUNUM EFTIR FJÖLNOTA POKA OG FJÖLNOTA HÖNSKUM (GARÐHÖNSKUM). KLÆÐUM OKKUR EFTIR VEÐRI.

Lesa meira »

október 2019

Viltu leggja vísindunum lið?

16.10.2019 @ 12:00 - 13:30
Norræna húsið, Sæmundargata
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Frítt
Rauðbrystingar á flugi

Viltu leggja vísindunum lið? – Hlutverk almennings í vöktun og rannsóknum á lífríkinu Málstofa í Norræna húsinu kl. 12:00, miðvikudag 16. október 2019 Vísindamenn gegna lykilhlutverki í rannsóknum á lífríkinu og ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. En almenningur getur lagt þeim lið við öflun gagna. Til þess þarf að byggja brú á milli vísinda og samfélags. Reynslan sýnir að það getur leitt úr læðingi margfeldisáhrif sem ná langt út fyrir þekkingaraukann sem slíkan, ekki síst í formi viðhorfsbreytinga,…

Lesa meira »

Hvert fara kjóarnir?

23.10.2019 @ 20:00 - 21:30
Þekkingarsetur Suðurnesja, Garðvegi 1 Sandgerði 245 + Google Map
Frítt
Kjóaungi ©Sölvi Rúnar Vignisson

Kjóinn er einn af einkennisfuglum Suðurnesja og einn af okkar áhugaverðustu farfuglum. Kjóinn hefur oft haft slæmt orð á sér fyrir að ræna ungum og eggjum annarra fugla en þegar hann er skoðaður í réttu ljósi sést hve ótrúlegt lífshlaup hvers einstaklings er. Þekkingarsetur Suðurnesja og Háskóli Íslands hafa stundað rannsóknir á farháttum kjóa frá árinu 2013. Í þessum fyrirlestri mun Sölvi Rúnar Vignisson kynna líf- og farhætti íslenska kjóans en fyrir þessa rannsókn var hið ótrúlega far hans lítið…

Lesa meira »
+ Export Events