Kort – Teista

200 kr.

Teista. Var friðuð fyrir skotveiði 1. september 2017.

Kortið er án texta og má nota við hvaða tækifæri sem er; afmæliskort, jólakort, tækifæriskort, minningarkort.

©Daníel Bergmann

Á lager

Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Lýsing

Cepphus grylle.

Teista er eini íslenski svartfuglinn sem er svartur á kviði. Á sumrin er teistan alsvört, nema með hvítan blett á vængþökum og ljósa, svartbrydda undirvængi. Á veturna er hún ljósari en aðrir svartfuglar, svart- eða grárákótt að ofan, ljósleit að neðan, með svart stél og vængreitirnir minna áberandi. Ungfugl er dekkri, með rákótta vængreiti og dökkan koll. Kynin eru eins.

Vængir teistunnar eru fremur stuttir og breiðir, hún flýgur oftast lágt yfir haffleti með hröðum vængjatökum og eru vængreitir þá áberandi. Hegðun svipar til langvíu en teista er hreyfanlegri á landi. Teistur sjást venjulega stakar eða í litlum hópum.

Þann 1. september 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum eftir að Fuglavernd, Skotvís og Vistfræðingafélag Íslands sendu sameiginlega áskorun þar um til Umhverfis- og Auðlindaráðherra.

Frekari upplýsingar

Þyngd 10 g
Ummál 17 × 12 cm

Þér gæti einnig líkað við…