Lýsing
Fóðrari fyrir sólblómafræ.
Stór, 1 L með fjórum fóðurgötum og 36 cm á hæð, 50 cm með topplykkju.
Hágæða fóðrarar frá Jacobi Jayne. Fóðrararnir eru hannaðir með hreinlæti og góða heilsu garðfugla í huga. Hafa reynst endingargóðir með járníhlutum og þola vel íslenskt veður. Í fóðrarana hentar að setja sólblómafræ með eða án hýðis og fræblöndur.
Að halda þeim hreinum hefur aldrei verið auðveldara. Í hvert skipti sem fyllt er á fóðrarann er botninum snúið til að losa þau fræ sem eftir eru. Fyrir frekari hreingerningu er pinninn alveg dreginn úr og hægt að losa um alla íhluti. Má þvo með volgu vatni og mildri sápu.
Aukahlutir: Hægt er að fá fóðurdisk undir fóðrarann til að bæta nýtingu á fuglafóðrinu.