Fuglavernd hefur tekið upp þá nýbreytni að velja fugl ársins.
Árið 2017 varð lómur fyrir valinu en þar sem hann er einkennisfugl Friðlandsins í Flóa þótti hann tilvalinn til að ríða á vaðið.
Að tilnefna fugl ársins er nýung sem Fuglavernd stefnir að því að verði árlegur viðburður í framtíðinni. Ætlunin er að velja fugl sem félagið langar að vekja sérstaka athygli á meðal félagsmanna, almennings og fjölmiðla. Fuglar sem eiga undir högg að sækja, njóta almennrar hylli eða þarft væri að kynna, verða væntanlega fyrir valinu sem fugl ársins.
Alhliða kynning verður á fuglinum og fjallað verður um hann í Fuglum. Almennar upplýsingar um stofnstærð, útbreiðslu, ferðir og far, verndarstöðu, hættur og ógnir verður komið á framfæri sem oftast og víðast. Jafnframt eru félagar í Fuglavernd hvattir til að senda félaginu upplýsingar um viðkomandi fugl.
Lesa meira um fugl ársins 2017, lóminn.