Hleð Viðburðir
Finna Viðburðir

Skoða viðburði

Liðnir Viðburðir

Viðburðir leiðarkerfi

janúar 2017
Frítt

Garðfuglahelgin 2017

janúar 27 - janúar 30
Landið allt,
Skógarþröstur, Stari og Gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson

Veldu klukkutíma helgina 27. - 30. janúar og fylgstu með í garðinum. Teldu og skráðu þá fugla sem koma í garðinn og skráðu niðurstöðurnar í formið okkar.

Lesa meira »
febrúar 2017

Alþjóðlegi votlendisdagurinn

febrúar 2
World Wetlands Day logo

Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. Febrúar ár hvert. Dagurinn er til að minnast Ramsarsamningsins sem var undirritaður í írönsku borginni Ramsar þennan dag árið 1971. Ramsarsamningurinn er alþjóðasamningur um verndun votlendis, sérstaklega sem lífsvæði fyrir fugla. Árið 2016 eru aðilar að samningnum orðnir 169 og 2.252 svæði eru vernduð af samningnum. Lesa meira um Ramsarsamninginn á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Markmið dagsins er að vekja vitund almennings á mikilvægi og virði votlendis. Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem…

Lesa meira »

Myndakvöld – Suður-Afríka

febrúar 15 @ 20:00 - 21:30
Sal Arionbanka, Borgartún 19
Reykjavík, 105
+ Google Map
Höfðahoppari. Ljósmynd: Yann Kolbeinsson

Á heimaslóðum höfðahopparans er yfirskrift ljósmyndakvölds sem haldið verður í sal Arionbanka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, miðvikudagskvöldið 15. febrúar 2017. Sýndar verða ljósmyndir frá ferð þeirra Aðalsteins Arnar Snæþórssonar, Ib Krag Petersen, Sölva Rúnars Vignissonar og Yanns Kolbeinssonar um Western Cape hérað í Suður-Afríku. Sýndar verða myndir af fjölbreyttu fuglalífi og landi þessa einstaka heimshluta þar sem Atlantshaf mætir Indlandshafi. Myndasýningin hefst kl. 20:00 Aðgangseyrir: 500 krónur fyrir utanfélagsmenn. Frítt inn fyrir félagsmenn Fuglaverndar. Viðburðurinn á Facebook: Myndakvöld - Suður-Afríka

Lesa meira »
mars 2017

Máfahátíð á Húsavík

mars 9 - mars 10
Safnahúsið á Húsavík, Stóragarður 17
Húsavík, 640 Iceland
+ Google Map

Þann 9. - 10. mars verður Máfahátíð á Húsavík haldin í fyrsta sinn.

Máfahátíð verður í fyrsta skipti haldin á Húsavík dagana 9. til 10. mars nk. Það er Fuglastígur á Norðausturlandi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við ýmsa aðila. Henni er ætlað að vekja athygli á ríku fuglalífi Norðurlands/Íslands að vetri til og hvernig það getur nýst samfélaginu. Þetta er gert með viðburðum af ýmsu tagi og er kastljósinu beint að öllum fuglum, stórum jafnt sem smáum, vinsælum jafnt sem óvinsælum. Þegar á botninn er hvolft, eru þeir allir jafn áhugaverðir – náttúran minnir á sig og þolmörk sín í gegnum þá.

Lesa meira »

Canon kynning og myndakvöld

mars 30 @ 19:00 - 21:30
Nýherji, Borgartúni 37
Reykjavík, 105 Iceland
+ Google Map

Fuglavernd, Canon og Nýheri efna til viðburðar fimmtudagskvöldið 30. mars kl. 19:30 þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndir auk þess sem veitt verður fræðsla um fuglaljósmyndun. Á viðburðinum munu Eyþór Ingi Jónsson, Gunnlaugur Sigurjónsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við þeirra myndir. Þá mun Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari kynna félagið í stuttu máli og tæpa á siðfræði fuglaljósmyndunar. Úrval af Canon ljósmyndabúnaði til sýnis. Frá Canon Europe hefur Nýherji…

Lesa meira »
apríl 2017

Tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýri

apríl 8 @ 11:00 - 15:00
Friðlandið í Vatnsmýri, Norræna húsið
Reykjavík, Iceland
+ Google Map
Hollvinir Tjarnarinnar 2013

Laugardaginn 8. apríl 2017 standa Hollvinir Tjarnarinnar fyrir árvissri tiltekt á friðlandinu í Vatnsmýrinni við Norræna Húsið. Við ætlum að hittast við Norræna húsið kl. 11. Helstu verkefni eru ruslatínsla, hanskar og pokar verða á staðnum. Norræna húsið og Aalto bistro bjóða uppá hádegishressingu, súpu og kaffi. Sjálfboðaliðar eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig, til að áætla fjölda. Skráning í tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýri laugardag 8. apríl kl. 11-15.  Eins og alltaf er velkomið að koma síðar um daginn…

Lesa meira »

Aðalfundur Fuglaverndar

apríl 18 @ 17:00 - 18:00
Sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Teista. Ljósmynd: Sindri Skúlason

Framboðsfrestur til stjórnarsetu er til 14. febrúar og frestur til að skila inn breytingartillögum á samþykktum félagsins er til 15. febrúar.

Lesa meira »
Frítt

Dagur Jarðar – Fuglaskoðun í Grasagarðinum

apríl 22 @ 11:00 - 14:00
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map

Laugardaginn 22. apríl n.k. er dagur Jarðar. Af því tilefni standa Grasagarður Reykjavíkur, Garðyrkjufélag Íslands , Fuglavernd - BirdLife Iceland og Býræktarfélag Íslands fyrir áhugaverðri og skemmtilegri dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Byrjað verður á fuglaskoðun og fuglafræðslu í Grasagarðinum og svo verður haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands þar sem hægt verður að fræðast um býflugnarækt; lífsferil, byggingu og atferli býflugna. Í víðsjá verður hægt að skoða drottningu, drunta og þernur og settir verða saman rammar og vaxplötur bræddar…

Lesa meira »
+ Export Events