Æðarfugl

Námskeið í fuglaljósmyndun

Fuglavernd stendur fyrir námskeiði í stafrænni fuglaljósmyndun dagana 19. – 21. maí 2017.

Markmiðið er að kynna grunnatriði í fuglaljósmyndun; tæki, tækni og nálgun við fugla. Farið verður yfir hvaða myndavélar henta best, hvernig linsur, þrífætur, forrit og fleiri tæknileg atriði. Rætt verður um myndbyggingu, felutjöld, ljósmyndun úr bíl og annan útbúnað.
Námskeiðið getur nýst jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Skráning og frekari upplýsingar má finna hér. 

Æðarfugl prýðir þessa frétt en ljósmyndina tók Sindri Skúlason.