Haldið köttum inni á varptíma

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.

Kettir veiða helst algenga garðfugla: (smellið á tegundina til að sjá varptíma)

 – skógarþröstur

 – svartþröstur

 – stari

– snjótittlingur

– auðnutittlingur

– þúfutittlingur

Aðgerðir sem draga úr afráni katta *

Kattaeigendur geta gert ýmislegt til að draga úr tjóni á náttúru af völdum útikattar:

  1. Stýra útivistartíma kattarins. Hafa skal í huga að bráð veiðist helst þegar hún er hvað virkust. Þetta þýðir að lítil nagdýr veiðast helst að nóttu til en fuglar helst að degi til, sérstaklega snemma morguns (u.þ.b. kl. 5-9) og síðdegis (u.þ.b. kl. 17-21) (miðað við sumarvirkni). Kettir sjá hins vegar verr í mikilli birtu, sem dregur úr veiðiárangri þeirra yfir daginn. Einnig eru fuglar oft viðkvæmari fyrir afráni á varptíma.
    1. Halda ætti öllum köttum inni á nóttunni (helst frá kl. 17 til kl. 9 næsta morgun).
    2.  Sé köttur veiðikló þarf að halda honum inni á varptíma fugla, ef fuglar verpa í nágrenni kattarins.
  2. Nota hjálpartæki til að draga úr afráni. Sé köttur veiðikló þarf að draga úr getu hans til veiða með notkun bjöllu, kraga og/eða svuntu eftir þörfum og aðstæðum. Á þetta sérstaklega við um ketti yngri en 6 ára. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi slíkra hjálpartækja. Kattaeigendur gætu þurft að prófa sig áfram til að finna þá lausn sem virkar best á sinn kött.
    1. Fuglakragi ásamt bjöllu ætti að vera staðalútbúnaður útikattarins og ætti að duga flestum.
    2. Kattasvunta gæti verið nauðsynleg hjá sérlega veiðiglöðum köttum og þeim sem eiga til að klifra í trjám til að komast í
      hreiður.
  3. Sjá til þess að kötturinn fái góða örvun og fæðugjafir við hæfi heima fyrir. Sé köttur saddur og sæll og fær að eltast við leikföng hjá fólkinu sínu er ólíklegra (en þó ekki útilokað) að hann sæki í þá fyrirhöfn og spennu sem fylgir veiðum.
  4. Gelda köttinn eigi hann að fá að vera úti. Geldir kettir fara að jafnaði yfir minna svæði þegar þeir eru úti og hafa minni áhuga á veiðum. Þá er gelding útikatta mjög mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir myndun villikattastofna.
  5. Fara reglulega með útiketti í ormahreinsun. Þetta atriði er mikilvægt heilsu kattarins, heilsu manna og heilsu villtra dýra, en kettir eru hýslar ýmissa sníkjudýra sem þeir geta fengið í sig við að veiða villt dýr. Þessi sníkjudýr geta svo fyrir slysni borist úr köttum í menn.

Vilji garðeigendur verja fuglavarp í garðinum sínum fyrir ágangi katta (þeirra eigin eða annarra manna) getur verið ráð að sprauta köldu vatni á köttinn þegar hann gerir sig líklegan til að fara í hreiður (auðvitað á þann hátt að kettinum verði ekki meint af). Sumum hefur reynst vel að hafa garðúðara í gangi með litlum þrýstingi undir hreiðurstað. Þá hefur vatnsúðarakerfi með hreyfiskynjurum gefið góða raun. Einnig fást í dýrabúðum ýmis fælingarefni með lykt sem köttum finnst vond, sem t.d. má setja undir tré með hreiðri. Allt gæti þetta dregið verulega úr áhuga kattarins á viðkomandi hreiðri en óvíst er þó hvort slíkar aðgerðir trufli varpfuglana.

*Brot úr grein: Menja Von Schmallensee, 2019. Heimiliskötturinn. Besti vinur mannsins en ógn við fuglalíf? Fuglar 12: 36.

Kattarkragar

Þá hafa kattakragar verið að gefa góða raun við fælingarmátt. Kattarkragar eru í skærum litum og gera það að verkum að rándýrinu tekst síður að læðast að bráðinni, þar sem fuglar sjá skæra liti mjög vel.

Rannsóknir sýna að kettir með kraga drepa allt að 19 sinnum færri fugla en kettir sem eru ekki með kraga. Þá hafa kragar sem eru marglitir (regnbogalitir) gefið betri árangur en rauðir eða gulir.

Í vefverslun Fuglaverndar má versla kattakraga. Póstsendum um land allt.

Inniköttur ©Dögg Matthíasdóttir

Innikettir á varptíma fugla

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert.  Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.

Kattarkragar

Þá hafa kattakragar verið að gefa góða raun við fælingarmátt. Kattarkragar eru í skærum litum og gera það að verkum að rándýrinu tekst síður að læðast að bráðinni, þar sem fuglar sjá skæra liti mjög vel.

Rannsóknir sýna að kettir með kraga drepa allt að 19 sinnum færri fugla en kettir sem eru ekki með kraga. Þá hafa kragar sem eru marglitir (regnbogalitir) gefið betri árangur en rauðir eða gulir.

Meira má lesa um kattarkraga:
Birds be safe: Can a novel cat collar reduce avian mortality by domestic cats (Felis catus)?

Assessing the effectiveness of the Birdsbesafe® anti-predation collar cover in reducing predation on wildlife by pet cats in Western Australia

Kattarkraga má víða finna í vefverslunum t.d. birdsbesafe.com

Kettir á varptíma

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert.  Lang best væri að kettir væru inni yfir varptímann en einhvern vegin þarf að tækla ketti sem eru vanir útigöngu.

Á þessum tíma er mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Sagt er að kettir stundi mest veiðar í ljósaskiptunum en  norðarlega á hnettinum lengist dagurinn að vori og senn renna dagur og nótt saman í eitt.  Veiðar katta einskorðast því ekki við ljósaskiptin.

Hægt er að venja kött á að vera inni á nóttunni. Þegar kallað er á hann um kvöldmatarleiti og hann kemur inn þá ber að verðlauna með kattagóðgæti. Svo á ekki að hleypa honum út fyrr en daginn eftir og reyna að takamarka útiveruna við fáeinar klukkustundir.

Kattakragar hafa reynst gott meðal til að minnka veiðar katta og þeir virka betur heldur en bjöllurnar.  Fuglavernd selur kattakraga í vefverslun sinni.

Framleiðendur kraganna Birdsbesafe eru með mikið af fróðleik og upplýsingum um rannóknir á virkni kraganna. Hér má lesa um það á ensku.

Bjöllur og kragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.

 

• halda köttum inni, sérstaklega frá kvöldi og fram á morgun (helst frá kl. 17 seinnipart dags og til kl. 9 að morgni),
• gefa köttum sérlega ljúffenga máltíð (kjöt) seinni partinn (þá venjast þeir á að koma heim og eru líklegri til að vilja vera inni, saddir og sælir)
• setja litríka kattakraga utan um ólar kattanna
• setja aukabjöllur á ólarnar