Ánafnað verðlaunafé

Jafnframt sem við óskum þeim hjónum Kolbrúnu og Jóhannesi á Hótel Rauðuskriðu til hamingju með að fá Náttúruverndarviðukenningu Sigríðar í Brattholti sem Umhverfisráðuneytið veitir, þá þökkum þeim kærlega fyrir að hafa ánafnað okkur verðlaunafénu.

Í rökstuðningi ráðherra fyrir viðurkenningunni kemur fram að þau Kolbrún og Jóhannes hafi komið Hótel Rauðuskriðu í gegn um strangt vottunarferli norræna Svansins fyrst íslenskra hótela og fyrsti gististaðurinn utan Reykjavíkur. Síðar hafi það fengið gullmerki Vakans, sem er umhverfis- og gæðavottunarkerfi ferðaþjónustunnar. Sterk hugsjón hafi drifið þau áfram og sé litið til Rauðuskriðu sem fyrirmyndarfyrirtækis í ferðaþjónustu í sveitum, ekki bara á Íslandi heldur einnig í umhverfisstarfi hótela á norrænum vettvangi.

Sjá vef umhverfisráðuneytisins.