Fuglavernd óskar eftir markaðs- og samskiptafulltrúa

Fjöldi umsókna hafa borist um starf markaðs- og samskiptafulltrúa Fuglaverndar – 50% starf. Vonumst við eftir að niðurstaða verði komin um miðjan næsta mánuð.
Meginviðfangsefni
• Umsjón með kynningar‐ og markaðsmálum félagsins.
• Umsjón með heimasíðu Fuglaverndar og samfélagsmiðlum.
• Skrifa fréttir af starfsemi félagsins og miðla þeim til fjölmiðla.
• Umsjón með gerð kynningarefnis og auglýsinga á vegum Fuglaverndar.
• Umsjón með viðburðum á vegum félagsins og sölumálum, ásamt því að annast samskipti við félagsmenn.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
• Góð almenn menntun og áhugi á umhverfs- og náttúruverndarmálum.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla af markaðsmálum og skipulagningu viðburða.
• Góð íslenskukunnátta auk góðrar kunnáttu í ensku.
• Hæfileiki til tjáningar í ræðu og riti.
• Góð almenn tölvufærni og þekking á helstu forritum.
• Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu hafa borist Fuglavernd eigi síðar en mánudaginn 25. október 2016.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi og ástæða umsóknarinnar.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri, netfang holmfridur@fuglavernd.is – sími 5620477

Fuglaverndarfélag Íslands eru frjáls félagasamtök sem hafa það að markmiði að vernda fugla og búsvæði þeirra. Fræðsla er mikilvægur liður í starfseminni og tengls við félagsmenn okkar sem eru um 1300, einnig er samvinna við systurfélög okkar í náttúruvernd, innanlands sem utan, mikilvæg, svo og að veita yfirvöldum aðhald um lagasetningar og framkvæmdir.

Elma Rún Benediktsdóttir á þessa fallegu mynd af kríunni.