Starar við vatnsbólið. ©Örn Óskarsson.

Fuglarnir í garðinum

Fimmtudagskvöldið 25. október verður opið hús hjá Fuglavernd á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 105 2. Hæð, 101 Reykjavík.

Spjall á léttu nótunum, þar sem við ætlum að hittast og deila reynslu af fuglafóðrun.  Reyna að svar spurningum eins og:

  • Hvað get ég gefið fuglunum í garðinum að borða?
  • Hvað eru margir fuglar að koma til mín í mat?

Garðfuglakönnun Fuglaverndar verður kynnt og hægt að sjá hvernig á að fylla út talningarblöð.

Garðfuglakönnunin hefst þann 28. október 2018 þennan veturinn og talningin stendur í 26 vikur.

Allir velkomnir, jafn félagsmenn sem utanfélagsmenn.

Fræðslukvöld – Garðfuglar

Auðnutittlingar. © Örn Óskarsson

Fimmtudagskvöldið 25. janúar verður haldið fræðslukvöld um garðfugla hjá Fuglavernd.

Hvar: Sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík

Hvenær: Kl. 20:00

Örn Óskarsson félagsmaður og umsjónarmaður garðfuglakönnunar Fuglaverndar heldur framsöguerindi um garðfugla, greiningu tegunda og fóðrun þeirra. Að erindinu loknu verður einnig hægt að spyrja spurninga og opið verður á skrifstofu Fuglaverndar, er þar á kaupa fóðurhús, fuglahús, fóðrara og fuglafóður til styrktar félaginu.

Garðfuglahelgin er svo strax í kjölfarið, helgina 26. – 29. janúar 2018.

Frítt inn fyrir félagsmenn og við viljum bjóða nýja félaga sérstaklega velkomna.

Dagur Jarðar í Grasagarðinum

Á laugardaginn, á Degi Jarðar, stóð Fuglavernd fyrir fuglaskoðun í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur. Alls komu um 60 manns í fuglaskoðunina, svo hópnum var skipt upp í tvo hópa til að njóta betur leiðsagnar um garðinn. Leiðsögumenn voru Einar Þorleifsson og Hannes Þór Hafsteinsson. Að lokinni göngunni komu hóparnir í garðskálann (Kaffi Flóru) þar sem kynning var á starfsemi Fuglaverndar, fuglahúsum og fuglafóðri.

Að lokinni dagskrá í Grasagarðinum tók við dagskrá hjá Garðyrkjufélagi Íslands þar sem boðið var upp á súpu og brauð í hádeginu. Þar voru kynnt starfsemi Garðyrkjufélagsins og býflugnarækt.

Myndir frá Degi Jarðar 2017