Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð

Við fögnum því að verndaráætlun fyrir Breiðafjörð hefur verið undirrituð. Á bls.10 stendur m.a. ” Breiðafjörður er einkum þekktur fyrir auðugt lífríki, sér í lagi fuglalíf. Sjófuglar eru einkennisfuglar svæðisins og er stór hluti landsstofns sumra tegunda við Breiðafjörð. Sem dæmi má nefna að þar verpa um 75% íslenskra dílaskarfa og 80% toppskarfa. Þá fara um Breiðafjörð í hundruðum þúsunda fargestir vor og haust á leið til hánorrænna varpstöðva sinna á Grænlandi og í Kanada á vorin og til vetrarstöðva í V-Evrópu á haustin.”http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2734
Á myndinni sjáum við toppskarf. JÓH.