Fullorðinn fálki, 12 ára gamall karlfugl, á flugi yfir hreiðri sínu sumarið 2023. Þessi fálki var merktur sem ungi í hreiðri sumarið 2011. Vorið 2014 fannst hann, þá þriggja ára gamall, paraður og með fjóra unga í hreiðri á óðali um 17 km frá æskuheimili sínu. Hann hefur búið á þessu óðali allar götur síðan og hann og maki hans komu upp fjórum ungum í vor. – Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

Talningar sýna að fálkum hefur fækkað samfellt frá 2019.

Fullorðinn fálki, 12 ára gamall karlfugl, á flugi yfir hreiðri sínu sumarið 2023. Þessi fálki var merktur sem ungi í hreiðri sumarið 2011. Vorið 2014 fannst hann, þá þriggja ára gamall, paraður og með fjóra unga í hreiðri á óðali um 17 km frá æskuheimili sínu. Hann hefur búið á þessu óðali allar götur síðan og hann og maki hans komu upp fjórum ungum í vor. – Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

 

Talningar sýna að fálkum hefur fækkað samfellt frá 2019 og varpstofninn vorið 2023 var sá minnsti sem mælst hefur frá upphafi rannsókna. Samfelld fækkun fálka frá 2019 kemur á óvart. Viðkoma fálka var mjög góð bæði 2018 og 2019. Reyndar var árið
2018 það besta frá upphafi rannsóknanna, en þá komust á legg 104 fálkaungar á rannsóknasvæðinu.
 Fréttina má lesa á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands