Fýll © Daníel Bergmann

Fýlsungaföngun

Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig farið er að því að fanga fýlsunga og koma honum á flot. 

Árlega leggja fýlsungar í sína fyrstu flugferð af hreiðursyllunum þar sem þeir hafa varið tíma sínum frá klaki fram að Deginum. Dagurinn sá er þegar ungarnir svífa af syllum fram áleiðis til sjávar. Það versta er að þeir eru enn ófleygir og þurfa að treysta á að ná til sjávar á svifilugi einu saman. Þeir ungar sem koma af syllum norðan Hringvegar á svæðinum milli Markarfljóts og Múlakvísar eru illa settir ef vindar blása ekki á verður svifflugið frekar stutt. Í logni ágústmánaðar í fyrra lentu heil ósköp af ungum á Hringveginum á Suðurlandi  þar sem hámarkshraði er virtur að vettugi af allt of mörgum bílstjórum. Þar lauk ævi margra fýlsunga á bílagrillum.  Enn fremur lentu margir fýlsungar í Vík í Mýrdal og flöksuðu þar um götur bæjararins og spúðu á vel meinandi björgunartúrista sem þekktu ekki handtökin við slíka björgun.

Hér er hægt að lesa meira um fýlsunga og fýlsungabjörgun. 

 

Fýll með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir.
Fýll með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir.

Fugl ársins 2022- leitin er hafin

Fugl ársins 2022

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð.
Kynntar eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/, sem m.a. voru tilnefndir af þeim sem tóku þátt í fyrra. Í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.

Á heimasíðu keppninnar má sjá þá fugla sem eru í forvali: https://fuglarsins.is/. Kynntu þér keppendur og taktu þátt með því að velja þann fugl sem þú vilt sjá keppa um titilinn Fugl ársins 2022 – fimm fuglar komast pottþétt áfram. Forvalið fer fram rafrænt dagana 10.-15. ágúst á vefsíðu keppninnar.

Úrslitakosningin um Fugl ársins 2022 fer svo fram á https://fuglarsins.is/ dagana 5.- 12.september og verður sigurvegari ársins kynntur þann 16. september á Degi íslenskar náttúru.
Endilega deildu áfram, njóttu vel og góða skemmtun!

Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á stöðu fugla og fuglaverndarmála á Íslandi, afla nýrra Fuglaverndarfélaga og styrktaraðila en ekki síst að skemmta og fræða.
Nánari upplýsingar gefur Brynja Davíðsdóttir verkefnastjóri hjá Fuglavernd: fuglarsins@fuglavernd.is og í síma 8447633.

Fuglaflensa 2022 hvernig á að bregðast við?

Hvað á að gera ef veikur villtur fugl finnst í nærumhverfi manna?

Frekari uppýsingar um fuglaflensuna og viðbrögð við henni er hægt að finna á heimasíðu MAST

Samkvæmt lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) bera sveitarfélög ábyrgð á að brugðist sé við að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð. Þeim sem verða varir við lifandi veika villta fugla í neyð í nærumhverfi manna ættu að:

Gæta þess að koma ekki mjög nálægt eða handleika fuglinn án sóttvarna svo sem einnota hanska og veiruheldrar grímu
Tilkynna strax um það til viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélaginu er skylt að bregðast við út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Helst er mælt með að sveitarfélag kalli til dýralæknir til aflífunar á sjáanlega veikum dýrum eða að dýrin verði aflífuð með öðrum mannúðlegum hætti, sem ekki eykur áhættu á dreifingu á smitefni (skot, höfuðhögg eða blóðgun gæti aukið smitdreifingu). Ef sveitarfélagsskrifstofur eru lokaðar getur almenningur beint erindinu til lögreglu. Boð eftir dýralækni til hjálpar villtu dýri í neyð þarf að koma frá sveitarfélagi eða lögreglu, nema ef viðkomandi ætlar sjálfur að greiða fyrir útkallið.

Frekari upplýsingar um fuglaflensuna og viðbrögð við henni er hægt að finna á heimasíðu MAST

Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Horfið til grágæsa 27. og 28. nóvember!

Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann

Ágætu gæsaáhugamenn!

Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 27.–28. nóvember 2021.

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga og eins hvenær menn sáu síðast fugla á gæsaslóðum. Gagnlegt væri að fá eins nákvæmar staðsetningar og unnt er og eins mat á fjölda fugla. Upplýsingarnar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar: sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/

Í nóvember 2020 fundust hér á landi um 13000 grágæsir, sjá https://monitoring.wwt.org.uk/wp-content/uploads/2021/09/2020-IGC-report-final-1.pdf

Vinsamlega sendið upplýsingar til Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (svenja@ni.is), einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís (ats@verkis.is) á móti slíkum upplýsingum .

Stari. Ljósmynd: ©Alex Máni

Gríðaleg fækkun fugla í Evrópu – 600 miljónir glataðra fugla

Stari Ljsm. Alex Máni

Fækkun fugla í Evrópu – skýrsla frá RSPB

RSPB, The Royal Society of Protecting the Birds sendir frá sér fréttatilkynningu samhliða skýrslu um fækkun fugla í Evrópu.

Ný rannsókn á varpfuglum í Evrópusambands-löndum sýnir að einn af hverjum sex fuglum hefur glatast á 40 ára tímabili. Alls höfum við því tapað um 600 milljónum varpfugla síðan 1980.  Hnignun vistkerfa á varpstöðvum fugla, loftmengun og fleiri þáttum er um að kenna.

Fréttatilkynninguna frá RSPB má skoða hér:  European bird population declines

Tveir auðnutittlingar. @Eyþór Ingi Jónsson

Garðfuglakönnun 2021-22 fyrir alla jafnt í dreif- sem þéttbýli

 

Ljsm. @Eyþór Ingi Jónsson, Tveir auðnutittlingar.

Vegna nokkurra fyrirspurna vill Fuglavernd árétta að garðfuglakönnunin er fyrir alla sem vilja og geta talið fugla í görðum sínum. Hún er ekki bundin við garða í þéttbýli. Garðar eru misstórir og þar þrífst mismunandi fuglalíf.  Þar af leiðandi er mikilvægt að sem flestir á sem ólíkustu stöðum taki þátt.  Allir velkomnir til þátttöku jafnt í þéttbýli sem strjálbýli.

Þeir sem koma nýjir inn í talninguna þurfa að fylla út þann hluta skráningareyðublaðsins sem er með upplýsingar um þáttakandann eða þátttakendur, gerð og stærð garðs og hvort fóðrað sé.

2021-2022_Gardfuglakonnun og leiðbeiningar

Þetta gæti virðst vera torf við fyrstu sýn en þegar verkið er hafið er þetta ekkert mál. Þeim mun fleiri sem taka þátt þeim mun betri upplýsingar fást um fuglaflóruna okkar.

Nánari lýsing á Garðfuglakönnun og eyðublöð 

Ef þið lendið í vanda hafið samband við fuglavernd[hja]fuglavernd.is

Garðfuglakönnunin 2021-22 hefst sunnudaginn 24. október

Hin árlega garðfuglakönnunn hefst sunnudaginn 24. október, fyrsta sunnudag eftir upphaf vetrar.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.

Allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir og börn, sem hafa áhuga á fuglum og að fylgjast með fuglum.  Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt.

Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir.

Garðfuglakönnun – eyðublöð

Þrenns konar útgáfur verða af eyðublöðunum, svo þú velur hvað þér hentar best hvort sem það er að skrá beint í tölvu eða prenta út og skrá í höndunum.

Garðfuglakönnun skráning  2021-2022 .pdf

Garðfuglakönnun skráning  og leiðbeiningar 2020-2021

Garðfuglakönnun vikutalningarblað.pdf

Garðfuglakönnun lýkur síðan laugardaginn 23. apríl 2022.

Niðurstöður athugunar
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöður á fuglavernd@fuglavernd.is  eða í pósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Válisti fugla í Evrópu- European Red list of Birds 2021

Hrossagaukur. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Nýlega gáfu Alþjóða fuglaverndarsamtökin, BirdLife International, út válista yfir fuglategundir í Evrópu. Þetta er fjórða skiptið sem Alþjóða fuglaverndarsamtökin taka saman þetta yfirlit en fjöldi sjálfboðaliða koma að því að safna gögnunum sem liggja að baki. Þar sem fuglar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum breytingum í umhverfinu þá eru þeir góður mælikvarði á það hvernig jörðinni okkar vegnar. En því miður eru skilaboðin skýr. Ein af hverjum fimm fuglategundum í Evrópu eru hætt komin, eða í yfirvofandi hættu (NT), og það hefur orðið fækkun í stofni einnar af hverri þremur fuglategundar í Evrópu á síðustu áratugum. Þar eru sjófuglar, vaðfuglar og ránfuglar mest áberandi en einnig eru á listanum vinsælar veiðbráðir í Evrópu.

Ástæður eru margvíslegar en aðallega eru breytingar á búsvæðum þessara fugla að hafa áhrif. Það er því hægt að bregðast við með því að endurheimt, sporna við mengun og ósjálfbærri landnýtingu.

Við þökkum öllum þeim sem komu að því að safna gögnum fyrir okkar íslensku fuglafánu.

Æðarfugl
Æðarfugl. Ljósmynd: Sindri Skulason
Rjómagult höfuð og hvítt stél eru einkenni fullorðinna arna. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Dagur íslenskrar náttúru- hipp húrra

Ljósmynd: Daníel Bergmann

Í dag er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar og var sá dagur valinn sem Dagur íslenskrar náttúru af ríkisstjórn Íslands árið 2010.

Hipp húrra fyrir Ómari sem hefur aldeilis lagt sitt á vogaskálar til varnar íslenskri náttúru.

Hipp húrra fyrir degi Íslenskrara náttúru og allra félaga og samtaka sem standa vörð um náttúru okkar frá fjöru til fjalla – frá láði til lofts – frá smáfuglum  til stórhvela.

 

Fuglaverndarfélag íslands var stofnað árið 1913 til varnar haferninum okkar sem var undir skipulögðum ofsóknum og var nær útdauður. Meira um haförninn hér

 

Í vefverslun okkar er hægt að kaupa ritið Haförninn, tímaritið Fuglar 2013 með haförninn sem aðalefni og póstkort af haförnum.  Hægt að kaupa sem pakka eða sitt í hverju lagi.

Rjómagult höfuð og hvítt stél eru einkenni fullorðinna arna. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.
Rjómagult höfuð og hvítt stél eru einkenni fullorðinna arna. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.
Kvenfuglinn (assa, til vinstri) er áberandi stærri en karlfuglinn (ari) og með sterkbyggðari gogg. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Haförninn íslenski 2021

Varp haf­arn­ar­ins gekk vel í ár og komust 58 ung­ar á legg. Krist­inn Hauk­ur Skarp­héðins­son, dýra­vist­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un, seg­ir þetta mesta fjölda unga frá því að hafern­ir voru fyrst tald­ir fyr­ir rétt­um 100 árum árið 1921. Hann rifjar upp að þá hafi upp­lýs­inga verið aflað á mann­talsþing­um, en síðan hafi rann­sókn­ir smám sam­an eflst og arn­ar­stofn­inn sé nú einna best þekkti fugla­stofn lands­ins.

Í ár var orpið á 69 óðulum og komust ung­ar á legg á 45 þeirra. Krist­inn Hauk­ur seg­ir að all­ar vísi­töl­ur arn­ar­ins séu sterk­ar í ár, hreiður, varp, ung­ar og óðul í ábúð sem eru nú 86. Í fyrra komust 52 ung­ar á legg og 56 árið 2019, sem þá var besta árið í 100 ára sögu taln­inga. Nú áætl­ar Krist­inn Hauk­ur að arn­ar­stofn­inn telji á fjórða hundrað fugla, en stór hluti hans séu ung­fugl­ar, sem al­gengt er að byrji að verpa 5-6 ára. Á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar voru arna­pör­in aðeins tal­in vera ríf­lega 20.

Aðal­heim­kynni arn­ar­ins eru frá Faxa­flóa norður og vest­ur um í Húna­flóa. Full­orðnir fugl­ar hafa sést reglu­lega aust­ur í Mý­vatns­sveit en hafa ekki ekki slegið sér niður í varp á þeim slóðum.

„Enn er nokkuð í land að haförn­inn loki hringn­um og fari að verpa í öll­um lands­hlut­um, en ég held að það ger­ist á næstu ára­tug­um ef þessi hag­fellda þróun held­ur áfram,“ seg­ir Krist­inn Hauk­ur.

Hann seg­ir að tíðarfarið á und­an­förn­um árum hafi verið ern­in­um hag­stætt og stofn­inn hafi fengið meiri frið og svig­rúm til að þró­ast og þrosk­ast en áður.

Þetta er úr frétt Morgunblaðisins