Aðalfundur Fuglaverndar 2014

Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hverfisgötu 105 – .2. hæð fimmtudaginn 10. apríl 2014 og hefst kl. 17:00.

Menja von Schmalensee mun halda erindi um lagalega stöðu villtra fugla með sérstaka áherslu á vernd þeirra. Verður rætt um núverandi stöðu og litið til framtíðar með það í huga hvað þurfi að bæta í íslensku regluverki og stjórnsýslu. Erindið byggir á vinnu nefndar um lagalega og stjórnsýslulega stöðu villtra fugla og spendýra, en nefndin skilaði af sér viðamikilli skýrslu sumarið 2013.

Dagskrá aðalfundar skal samkvæmt samþykktum félagsins vera sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.

2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.

3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 8 gr.

4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.

5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.

6. Ákvörðun árgjalds.

7. Önnur mál.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rann út 14. febrúar síðstliðinn og barst eitt framboð. Á hverju ári ganga þrír úr stjórn félagsins og annaðhvert ár gengur formaður úr stjórn. Í ár eru þrjú sæti laus.

Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins skulu berast stjórn í síðasta
lagi 15. febrúar en engar slíkar bárust félaginu í ár.