Dagsferðin: Leyndardómar Borgarfjarðar

Síðastliðinn laugardag fór formaður Fuglaverndar, Jóhann Óli Hilmarsson fyrir hópferð sem bar yfirskriftina Leyndardómar Borgarfjarðar. Honum til aðstoðar var Alex Máni Guðríðarson. Ferðin hófst formlega í Borgarnesi, þar sem síðasti þátttakandinn slóst í hópinn og í Borgarvogi voru yfir 20 brandendur, sem glöddu augað, en brandendur sáust nokkuð víða á Mýrunum.

Farið var að Álftanesi, í Straumfjörð og að Ökrum og dugði það fyrir daginn. Á leiðinni sáust tveir fálkar, fullorðinn örn og stórir margæsahópar. Á fjörunni voru leirur fullar af vaðfuglum, m.a. rauðbrystingi, sanderlu og tildru á leið til hánorrænna varstöðva eins og margæsin. Rjúpukarrar sátu á hverjum hól á Mýrunum í blíðunni. Á bakaleiðinni var Ramsar-svæðið Grunnafjörður lauslega skoðað.

Yfir 40 fuglategundir sáust í ferðinni:

 

Æður Hvítmáfur Sílamáfur
Álft Jaðrakan Silfurmáfur
Bjartmáfur Kjói Skógarþröstur
Brandönd Kría Skúfönd
Dílaskarfur Lómur Spói
Fálki Lóuþræll Stari
Flórgoði Margæs Steindepill
Fýll Maríuerla Stelkur
Grágæs Rauðbrystingur Stokkönd
Haförn Rauðhöfði Svartbakur
Heiðlóa Rita Tildra
Hettumáfur Rjúpa Tjaldur
Hrafn Sanderla Toppönd
Hrossagaukur Sandlóa Urtönd
Þúfutittlingur