Snjótittlingar

Munið eftir smáfuglunum

Munið að gefa smáfuglunum í garðinum.

Þegar kalt er, vættu brauð og haframjöl í matarolíu. Olían er góð í frosti og gefur fuglunum aukna orku. Þurra brauðskorpu má einnig væta með vatni. Öll fita er vinsæl hjá fuglum á köldum vetrardögum.

Hér getur þú lesið meira um fóðrun garðfugla.

Á skrifstofu Fuglaverndar seljum við ýmis konar fóður fyrir fugla. Póstsendum hvert á land sem er. Skoðaðu vöruúrvalið.

Fuglafóður

  • Kurlaður maís fyrir snjótittlinga (650 g) – 300 kr
  • Sólblómafræ án hýðis (1 kg) – 600 kr
  • Sólblómafræ með hýði (2 kg) – 1.200 kr
  • Sólblómafræ án hýðis, sekkur (23 kg)  – 9.000 kr