Hólmfríður Arnardóttir kynnir Fuglavernd

Kynning Fuglaverndar á Grund

Fimmtudaginn 8. desember heimsóttu starfsmenn Fuglaverndar Dvalarheimilið Grund og kynntu félagsstarfið.

Umsjónarmaður morgunstundarinnar á Grund, Pétur Þorsteinsson hafði samband við félagið og óskaði eftir kynningunni og var okkur ljúft og skylt að verða við þeirri bón.

Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar flutti erindi um stofnun og starfsemi Fuglaverndar og að því loknu sköpuðust umræður um fugla, vernd og fóðrun garðfugla. Um 30 manns hlýddu á erindið sem vakti mikla ánægju.