eBird – fuglaskráningar

Síðan í mars 2011 hefur hópur íslenskra fuglaskoðara verið virkur við að setja inn athuganir í vefkerfi sem kallast eBird – www.ebird.org. Hægt er að draga saman athuganir á einstökum tegundum yfir tímabil og má t.d. hér sjá athuganir frá 2011-2015 (http://tinyurl.com/m2rkehw). Þetta sýnir tíðni auðnutittlinga í innsendum listum á eBird. Í loks árs 2014 virðist vera meira af þeim en haustin 2011-2013, en þá eru þeir í um og yfir 60% innsendra lista. Fyrir neðan má sjá fjölda lista á viku eftir árum sem línuritin byggja á.

Það er mjög einfalt fyrir fólk að setja inn athuganir þarna og því fleiri sem eru virkir þeim mun betri upplýsingar fást um sveiflur milli ára og árstíða. Eina sem þarf að gera er að skrá sig inn í kerfið og byrja að setja inn athuganir. Velja má að nota íslensku fuglaheitin við innskráningu. Sérstaklega þægilegt ef um garðfuglaathuganir er að ræða. Hér má sjá yfirlit yfir allar íslenskar athuganir: http://tinyurl.com/nk9hvyy