Til styrktar hinum dæmdu í Gálgahraunsmálinu

Vekjum athygli á tónleikum til styrktar níumenningunum sem á dögunum fengu dóm í Gálgahraunsmálinu. Tónleikarnir verða haldnir núna á miðvikudagskvöld, 29. október kl. 20:30 í Háskólabíói. Hverjum hinna dæmdu var gert að greiða 100.000 kr í sekt auk 150.000 kr í málskostnað. Tilgangur tónleikanna er að safna fé sem afhent verður níumenningunum og jafnframt að sýna baráttu þeirra samstöðu með tónlist og gleði. Miða má nálgast á www.miði.is.

Þessir listamenn koma fram og gefa allir vinnu sína: Hljómsveitin Spaðar- Uni Stefson- AmabAdamA-Snorri Helgasson-Ojbarasta-KK-Dikta-Jónas Sig-Pétur Ben-Prins Póló-Hallveig Rúnarsdóttir óperusöngkona-Bubbi Morthens

Við hvetjum ykkur til að sýna samstöðu með þessu góða fólki sem staðið hefur vaktina í náttúruverndarbaráttunni. Sýnum samhug og mætum í Háskólabíó á miðvikudag.