Undirskriftasöfnun

Landvernd hefur hafið undirskriftasöfnun til að knýja á um stöðvun framkvæmda við Mývatn þar til nýtt umhverfismat hefur verið gert. Sjá: http://landvernd.is/myvatn. Fuglavernd og Landvernd sendu fyrr í mánuðinum skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif jarðvarmavirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns. Þetta svæði er eitt þriggja svæða á Íslandi sem njóta verndar samkvæmt samningnum sem fjallar um vernd votlendis sem hefur alþjóðlegt gildi, 
ekki síst vegna fjölbreytts fuglalífs. Í milliðinni hefur Landsvirkjun hafið viðamiklar framkvæmdir í Bjarnarflagi án þess að spurningum um mögulega mengun frá fyrirhugaðri virkjun hafi verið svarað, bæði affallsvatns og brennisteinsvetnis.